Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Til hamingju!
28.9.2008 | 20:08
Kæru nemendur!
Til hamingju með nýju bloggsíðuna ykkar!
Nú í byrjun bloggferils ykkar á þessum síðum eru nokkur atriði sem ég vil biðja ykkur að hafa í huga:
# Allt sem þið setjið inn á síðuna ykkar er á ykkar eigin ábyrgð.
# Kynþáttafordómar, kvenhatur, gróft orðbragð og annað efni í slíkum dúr á ekki heima á bloggsíðunni ykkar. ATHUGIÐ að þið getið verið kærð fyrir efni sem fer á ykkar bloggsíður ef það brýtur lög.
# Vandið til verka þegar þið bloggið eftir forskrift frá mér því bloggið er alveg eins og önnur verkefni sem þið skilið til mín og gildir til einkunnar.
# Broskallar og önnur tilfinningamerki eiga ekki heima í öllum texta. Varist að nota of mikið af slíku þegar það á ekki við.
Með von um ánægjuleg blogg-samskipti og hressilegar umræður.
Berglind Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilgangur síðunnar.
22.9.2008 | 22:28
Tilgangur þessarar síðu er að vera liður í íslenskukennslu nemenda minna í 9. og 10. bekk. Á síðunni munu birtast fyrirmæli að bloggverkefnum sem nemendum er gert að leysa á eigin bloggsíðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)