Færsluflokkur: Bloggar

Bloggsíða Þuríðar Hörpu

Ég hvet alla til að fylgjast með Þuríði Hörpu á bloggsíðu hennar, http://www.oskasteinn.com. Sögurnar frá Indlandi eru stórskemmtilegar.  Þar er líka hægt að styrkja hana, ég set söfnunarreikninginn hér líka:

Söfnunarreikningur er í Nýja Landsbankanum 0161-15-550165 eða Sparisjóði Skagafjarðar 1125-05-250067.  viðtakanda er 010467-5439.


mbl.is Farin að ganga með spelkur við göngugrind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni 4

Allir eiga sínar jólahefðir. Hjá sumum fjölskyldum er hefð að allir fari í messu, sumar fjölskyldur fara saman að höggva sér tré, sumir kjósa að kaupa síðustu gjöfina á Þorláksmessukvöld og svona mætti lengi telja.

Segðu frá jólahefð sem þú hefur í heiðri. Skrifaðu 200 orð.

 


Verkefni 3

Ritaðu 250 orða sögu. Hún á að enda á þessum orðum:

 

Andskotans bókin, hugsaði hann. Gekk út á svalir og fleygði bókinni eins langt og hann gat. Hann brosti þegar hún small á hörðu malbikinu, sjö hæðum neðar.

 

Vandaðu málfar, stafsetningu og orðaröð. Mundu að öll verkefni gilda til einkunnar.

 

Góða skemmtun Wizard

Berglind Inga


Verkefni númer 2

Haltu áfram með söguna. Þú átt að skrifa 250-300 orð. Þú getur skrifað söguna í Word sem telur orðin fyrir þig. Síðan afritar þú textann í textaboxið á blogginu og ýtir á Vista.

Við enda götunnar var verslunin. Hún var mannlaus enda skammt til miðnættis. Dauf götuljósin lýstu upp gangstéttirnar.

 


Verkefni númer 1.

Skrifaðu hugrenningar þínar um þessa bloggsíðu. Er gagnlegt að nota blogg í íslenskukennslu? Af hverju/af hverju ekki? Heldur þú að þetta verði skemmtileg/leiðinleg/erfið/auðveld o.s.frv.?

Skrifaðu minnst 150 orð. Þú getur skrifað uppkast í Word (word telur orðin fyrir þig) og afritað það svo hingað með Skeyta úr Word takkanum sem er fyrir ofan textaboxið eða með því að gera "copy/paste".

- * - * - * -

Write down what you have learned in Icelandic over the past weeks. The write down word and phrases that you think you should learn next.

 

Góða skemmtun!

Berglind Inga


Að skrifa blogg

1.  Skráið ykkur inn á ykkar síðu.

2.  Farið í Stjórnborð.

3.  Ýtið á Fyrri færsla sem er til vinstri, við hliðina á notendanafninu ykkar.

4.  Skrifið fyrirsögn á færsluna, t.d. Verkefni 1, Verkefni 2 o.s.frv.

5.  Skrifið færsluna í textaboxið. Þið getið gert textann feitletraðan, skáletraðan, undirstrikaðan, öðruvísi á litinn o.s.frv.

6.  EKKI ofnota broskalla og tilfinningatákn þegar það á ekki við. W00tHaloInLoveNinjaLoLTounge

Gangi ykkur  vel og góða skemmtun!


Til hamingju!

Kæru nemendur!

Til hamingju með nýju bloggsíðuna ykkar!  Wizard

 

Nú í byrjun bloggferils ykkar á þessum síðum eru nokkur atriði sem ég vil biðja ykkur að hafa í huga:

 

#  Allt sem þið setjið inn á síðuna ykkar er á ykkar eigin ábyrgð.

#  Kynþáttafordómar, kvenhatur, gróft orðbragð og annað efni í slíkum dúr á ekki heima á bloggsíðunni ykkar. ATHUGIÐ að þið getið verið kærð fyrir efni sem fer á ykkar bloggsíður ef það brýtur lög.

#  Vandið til verka þegar þið bloggið eftir forskrift frá mér því bloggið er alveg eins og önnur verkefni sem þið skilið til mín og gildir til einkunnar.

#  Broskallar og önnur tilfinningamerki eiga ekki heima í öllum texta. Varist að nota of mikið af slíku þegar það á ekki við.

 

Með von um ánægjuleg blogg-samskipti og hressilegar umræður.

Berglind Inga


Tilgangur síðunnar.

Tilgangur þessarar síðu er að vera liður í íslenskukennslu nemenda minna í 9. og 10. bekk. Á síðunni munu birtast fyrirmæli að bloggverkefnum sem nemendum er gert að leysa á eigin bloggsíðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband