Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Verkefni 3

Ritaðu 250 orða sögu. Hún á að enda á þessum orðum:

 

Andskotans bókin, hugsaði hann. Gekk út á svalir og fleygði bókinni eins langt og hann gat. Hann brosti þegar hún small á hörðu malbikinu, sjö hæðum neðar.

 

Vandaðu málfar, stafsetningu og orðaröð. Mundu að öll verkefni gilda til einkunnar.

 

Góða skemmtun Wizard

Berglind Inga


Verkefni númer 2

Haltu áfram með söguna. Þú átt að skrifa 250-300 orð. Þú getur skrifað söguna í Word sem telur orðin fyrir þig. Síðan afritar þú textann í textaboxið á blogginu og ýtir á Vista.

Við enda götunnar var verslunin. Hún var mannlaus enda skammt til miðnættis. Dauf götuljósin lýstu upp gangstéttirnar.

 


Verkefni númer 1.

Skrifaðu hugrenningar þínar um þessa bloggsíðu. Er gagnlegt að nota blogg í íslenskukennslu? Af hverju/af hverju ekki? Heldur þú að þetta verði skemmtileg/leiðinleg/erfið/auðveld o.s.frv.?

Skrifaðu minnst 150 orð. Þú getur skrifað uppkast í Word (word telur orðin fyrir þig) og afritað það svo hingað með Skeyta úr Word takkanum sem er fyrir ofan textaboxið eða með því að gera "copy/paste".

- * - * - * -

Write down what you have learned in Icelandic over the past weeks. The write down word and phrases that you think you should learn next.

 

Góða skemmtun!

Berglind Inga


Að skrifa blogg

1.  Skráið ykkur inn á ykkar síðu.

2.  Farið í Stjórnborð.

3.  Ýtið á Fyrri færsla sem er til vinstri, við hliðina á notendanafninu ykkar.

4.  Skrifið fyrirsögn á færsluna, t.d. Verkefni 1, Verkefni 2 o.s.frv.

5.  Skrifið færsluna í textaboxið. Þið getið gert textann feitletraðan, skáletraðan, undirstrikaðan, öðruvísi á litinn o.s.frv.

6.  EKKI ofnota broskalla og tilfinningatákn þegar það á ekki við. W00tHaloInLoveNinjaLoLTounge

Gangi ykkur  vel og góða skemmtun!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband