Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Verkefni 3
20.10.2008 | 08:40
Ritaðu 250 orða sögu. Hún á að enda á þessum orðum:
Andskotans bókin, hugsaði hann. Gekk út á svalir og fleygði bókinni eins langt og hann gat. Hann brosti þegar hún small á hörðu malbikinu, sjö hæðum neðar.
Vandaðu málfar, stafsetningu og orðaröð. Mundu að öll verkefni gilda til einkunnar.
Góða skemmtun
Berglind Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni númer 2
7.10.2008 | 08:44
Haltu áfram með söguna. Þú átt að skrifa 250-300 orð. Þú getur skrifað söguna í Word sem telur orðin fyrir þig. Síðan afritar þú textann í textaboxið á blogginu og ýtir á Vista.
Við enda götunnar var verslunin. Hún var mannlaus enda skammt til miðnættis. Dauf götuljósin lýstu upp gangstéttirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni númer 1.
1.10.2008 | 14:37
Skrifaðu hugrenningar þínar um þessa bloggsíðu. Er gagnlegt að nota blogg í íslenskukennslu? Af hverju/af hverju ekki? Heldur þú að þetta verði skemmtileg/leiðinleg/erfið/auðveld o.s.frv.?
Skrifaðu minnst 150 orð. Þú getur skrifað uppkast í Word (word telur orðin fyrir þig) og afritað það svo hingað með Skeyta úr Word takkanum sem er fyrir ofan textaboxið eða með því að gera "copy/paste".
- * - * - * -
Write down what you have learned in Icelandic over the past weeks. The write down word and phrases that you think you should learn next.
Góða skemmtun!
Berglind Inga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að skrifa blogg
1.10.2008 | 14:34
1. Skráið ykkur inn á ykkar síðu.
2. Farið í Stjórnborð.
3. Ýtið á Fyrri færsla sem er til vinstri, við hliðina á notendanafninu ykkar.
4. Skrifið fyrirsögn á færsluna, t.d. Verkefni 1, Verkefni 2 o.s.frv.
5. Skrifið færsluna í textaboxið. Þið getið gert textann feitletraðan, skáletraðan, undirstrikaðan, öðruvísi á litinn o.s.frv.
6. EKKI ofnota broskalla og tilfinningatákn þegar það á ekki við.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)