Bloggsíða Þuríðar Hörpu
27.9.2009 | 11:22
Ég hvet alla til að fylgjast með Þuríði Hörpu á bloggsíðu hennar, http://www.oskasteinn.com. Sögurnar frá Indlandi eru stórskemmtilegar. Þar er líka hægt að styrkja hana, ég set söfnunarreikninginn hér líka:
Söfnunarreikningur er í Nýja Landsbankanum 0161-15-550165 eða Sparisjóði Skagafjarðar 1125-05-250067. viðtakanda er 010467-5439.
Farin að ganga með spelkur við göngugrind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni 4
7.12.2008 | 22:52
Allir eiga sínar jólahefðir. Hjá sumum fjölskyldum er hefð að allir fari í messu, sumar fjölskyldur fara saman að höggva sér tré, sumir kjósa að kaupa síðustu gjöfina á Þorláksmessukvöld og svona mætti lengi telja.
Segðu frá jólahefð sem þú hefur í heiðri. Skrifaðu 200 orð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni 3
20.10.2008 | 08:40
Ritaðu 250 orða sögu. Hún á að enda á þessum orðum:
Andskotans bókin, hugsaði hann. Gekk út á svalir og fleygði bókinni eins langt og hann gat. Hann brosti þegar hún small á hörðu malbikinu, sjö hæðum neðar.
Vandaðu málfar, stafsetningu og orðaröð. Mundu að öll verkefni gilda til einkunnar.
Góða skemmtun
Berglind Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni númer 2
7.10.2008 | 08:44
Haltu áfram með söguna. Þú átt að skrifa 250-300 orð. Þú getur skrifað söguna í Word sem telur orðin fyrir þig. Síðan afritar þú textann í textaboxið á blogginu og ýtir á Vista.
Við enda götunnar var verslunin. Hún var mannlaus enda skammt til miðnættis. Dauf götuljósin lýstu upp gangstéttirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkefni númer 1.
1.10.2008 | 14:37
Skrifaðu hugrenningar þínar um þessa bloggsíðu. Er gagnlegt að nota blogg í íslenskukennslu? Af hverju/af hverju ekki? Heldur þú að þetta verði skemmtileg/leiðinleg/erfið/auðveld o.s.frv.?
Skrifaðu minnst 150 orð. Þú getur skrifað uppkast í Word (word telur orðin fyrir þig) og afritað það svo hingað með Skeyta úr Word takkanum sem er fyrir ofan textaboxið eða með því að gera "copy/paste".
- * - * - * -
Write down what you have learned in Icelandic over the past weeks. The write down word and phrases that you think you should learn next.
Góða skemmtun!
Berglind Inga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að skrifa blogg
1.10.2008 | 14:34
1. Skráið ykkur inn á ykkar síðu.
2. Farið í Stjórnborð.
3. Ýtið á Fyrri færsla sem er til vinstri, við hliðina á notendanafninu ykkar.
4. Skrifið fyrirsögn á færsluna, t.d. Verkefni 1, Verkefni 2 o.s.frv.
5. Skrifið færsluna í textaboxið. Þið getið gert textann feitletraðan, skáletraðan, undirstrikaðan, öðruvísi á litinn o.s.frv.
6. EKKI ofnota broskalla og tilfinningatákn þegar það á ekki við.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju!
28.9.2008 | 20:08
Kæru nemendur!
Til hamingju með nýju bloggsíðuna ykkar!
Nú í byrjun bloggferils ykkar á þessum síðum eru nokkur atriði sem ég vil biðja ykkur að hafa í huga:
# Allt sem þið setjið inn á síðuna ykkar er á ykkar eigin ábyrgð.
# Kynþáttafordómar, kvenhatur, gróft orðbragð og annað efni í slíkum dúr á ekki heima á bloggsíðunni ykkar. ATHUGIÐ að þið getið verið kærð fyrir efni sem fer á ykkar bloggsíður ef það brýtur lög.
# Vandið til verka þegar þið bloggið eftir forskrift frá mér því bloggið er alveg eins og önnur verkefni sem þið skilið til mín og gildir til einkunnar.
# Broskallar og önnur tilfinningamerki eiga ekki heima í öllum texta. Varist að nota of mikið af slíku þegar það á ekki við.
Með von um ánægjuleg blogg-samskipti og hressilegar umræður.
Berglind Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilgangur síðunnar.
22.9.2008 | 22:28
Tilgangur þessarar síðu er að vera liður í íslenskukennslu nemenda minna í 9. og 10. bekk. Á síðunni munu birtast fyrirmæli að bloggverkefnum sem nemendum er gert að leysa á eigin bloggsíðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)